Jelena Antic & Skúli Arason
Date: 12 – 21 September 2025, Venue: Korpúlfsstaðir Loftið, Reykjavik

Ör jarðar

Jörðin er alsett örum. Ör sem sýna það hvernig leiðin fram á við getur skilið eftir sig
djúp sár, jafnvel sprungur.

Örin leynast líka innra með okkur.
Sum hafa gróið vel önnur illa en án þeirra værum
við ekki hér - nákvæmlega eins og við erum.

___________________________________________________________________

The Earth is covered in scars.
Scars that show how the path forward can leave deep wounds, even fissures.

The scars also hide within us.
Some have healed well, others poorly,
but without them we would not be here – exactly as we are.

___________________________________________________________________
On display is Jelena’s photography series Undercurrent, which focuses on the ways time leaves its mark on nature, whether through the rapid cooling of lava or the slow erosion of material. Scars left by the forces of nature that mark the earth in a decisive way.
Based on Jelena’s photographs, Skúli Arason – also known as Sk-Ar – has composed a sound piece that plays from four speakers, creating an unexpected and powerful experience in the raw space of Korpúlfsstaðir.

About Jelena Antic


Jelena Antic (b. 1979) is an artist from Belgrade, Serbia, who has lived and worked in Reykjavík for the past several years. She holds a master’s degree in fine arts from the University of Arts in Belgrade and also works as a graphic designer.
Jelena has been active in exhibiting in Iceland, and her works have also been shown abroad in countries such as France, the United States, Serbia, and Cuba.

Her art shows a reverence for time, as she directs her focus toward natural processes and their impact on the environment. Her works evoke reflections on humanity’s relationship with the ever-changing forces of nature, some of which are tangible while others are more elusive and difficult to grasp.

About Skúli Arason


Musician Skúli Arason works under the artist name Sk-Ar. He has extensive experience in the music world and has released three albums.
His most recent works include Ós, an album created in dialogue with the town of the same name, and the electronic music piece 82-24-J6, premiered at the Reykjavík Art Museum.
Skúli’s compositions often include recordings of environmental sounds, set in diverse contexts with other instruments and synthesizers. In his creative work, he seeks to capture the power of nature and the unexpected that surrounds it.

Artists: Jelena Antic, Skúli Arason
Curator: María Margrét Jóhannsdóttir
About the exhibition from curator María Margret Jóhannsdóttir
Ör jarðar / Scars of the Earth

Curator's note / Athugasemd sýningarstjóra:



Í ljósmyndaseríu Jelenu Antic, Undiröldu, er leitast við að fanga það hvernig tíminn setur mark sitt á jörðina með afgerandi hætti, hvort sem um er að ræða hraða kólnun hrauns eða hægfara niðurbrot efnis. Verk hennar minna um leið á það hversu nátengd náttúrunni við erum. Hin hrúfu ör lífsins marka okkur rétt eins og kraftar náttúrunnar setja mark sitt á jörðina. Út frá Undiröldu hefur Skúli Arason, einnig þekktur sem Sk-Ar, samið tónverk sem berst úr fjórum hátölurum. Hljóðin eru undir áhrifum mynda Jelenu og skapar samsetningin óvænta og kraftmikla upplifun.

María Margrét Jóhannsdóttir,
sýningarstjóri

María Margrét er með meistaragráðu í sýningarstjórnun frá Háskóla Íslands og hefur tekið að sér fjölbreytt verkefni fyrir listasöfn sem snúa að textaskrifum, rannsóknum og miðlun. Þá er hún einnig annar tveggja myndlistargagnrýnenda Morgunblaðsins.





Skúli Arason (f. 1977)


tónlistarmaður starfar undir listamannsheitinu Sk-Ar. Hann hefur víðtæka reynslu úr tónlistarheiminum og hefur sent frá sér breiðskífur og flutt lifandi tónlist á fjölbreyttum stöðum. Nýjustu verk hans eru Ós, plata sem unnin var út frá samnefndum bæ og svo raftónlistar verkið 82-24-J6 sem var frumflutt í Listasafni Reykjavíkur. Tónverk Skúla innihalda gjarnan upptökur unnar úr umhverfishljóðum sem sett eru í fjölbreytt samhengi við önnur hljóðfæri og hljóðgervla. Í sköpun sinni leitast hann oft við að fanga kraft náttúrunnar og hið óvænta sem umlykur hana.



Náttúran þróast og breytist bæði í löngum ferlum sem og í snöggum, mislöngum hringjum hvort sem um er að ræða eldgos, ísskeið, jarðskjálfta, hreyfingar meginlandsfleka eða hægri slípun vinds. Þessir þættir eru sýnilegir í myndum Jelenu og eru einnig aðalþemað í hljóðlnnsetningu minni.
Fjórir hringir eða lúppur sem lenda aldrei á sama stað gagnvart hver öðrum rétt eins og síbreytileg ferli náttúrunnar. Óvænt misblíð hljóð endurspegla fjölbreytta þróun sem skapa ör landsins.
Rafhljóðin standa fyrir þróun náttúrunnar og vinna með hið stóra rými sem Korpúlfsstaðir eru og hljóðin síbreytileg eftir því hvar í salnum er staðið.

Skúli Arason


Jelena Antic (f. 1979)



er myndlistarmaður frá Belgrad, Serbíu en hefur undanfarin ár búið og starfað í Reykjavík. Jelena er með meistaragráðu í myndlist frá Listaháskólanum í Belgrad auk þess sem hún er grafískur hönnuður. Jelena hefur verið virk í sýningarhaldi á Íslandi auk þess sem verk hennar hafa verið sýnd erlendis í löndum á borð við Frakkland, Bandaríkin, Serbíu og Kúbu. Í list Jelenu má greina lotningu fyrir tímanum þar sem hún beinir sjónum sínum að náttúrulegum ferlum og áhrif þeirra á umhverfið. Verk hennar kalla fram hugleiðingar um tengsl mannsins við hina síbreytilegu krafta náttúrunnar sem sumir eru áþreifanlegir en aðrir óræðari og erfiðara er að henda reiður á.



Fyrsti ljósmyndaflokkur minn, sem hér er til sýnis, varð til á þriggja ára tímabili. Það tók þó töluvert lengri tíma að öðlast skilning á verkinu sjálfu — hvað veitti því innblástur, hvað ég leitast við að miðla í sköpunarverki mínu og hvernig best væri að setja það fram.
Ég laðast að flóknum mynstrum og andstæðum náttúrunnar frekar en hefðbundnum landslögum. Þessi mynstur og form, sem verða til óháð ásetningi eða aðkomu mannsins, heilla mig sérstaklega.
Ljósmyndaseríuna kalla ég „sjónrænar athugasemdir“ þar sem ég skráset umhverfið sem umlykur mig og nota myndavélina sem minn miðil. Þessi verk eru því ekki hefðbundnar ljósmyndir heldur grafískar útfærslur þar sem val á pappír undirstrikar áferð viðfangsefnisins. Með því að sameina þessa þætti úrvinnslunnar gat ég endurskapað umgjörðina og miðlað skynjuninni til áhorfenda.

Jelena Antic

Photo Gallery
1 / 6
2 / 6
3 / 6
4 / 6
5 / 6
5 / 6





Undercurrents / Undiralda: visual notes (photography)


Undiralda, 2022, 2024, 2025.

Stafræn ljósmyndun á vatnslita- og grafíkpappír (30x40sm, 40x50sm, 50x70sm, 37x80sm):
- Fabriano Academia 200gr
- Fabriano Rosaspina / Rosaspina Ivory 220gr
- Canon Pro Premium Matt 320gr
- Photo Matt 180gr


Staðsetningar:
- Reynisfjara
- Sólheimajökull
- Staðarborg, Reykjanes
- Grindavík, Reykjanes
- Kerlingarfjöll
- Búðir, Snæfellsnes
- Nesjavellir


Opnun: Föstudagur 12. september 19-21
Sýningin stendur til 21. september
opin fimmtudaga til sunnudaga frá kl.14 -18.


SÍM, Korpúlfsstaðir
Thorsvegur 1, við Korpúlfsstaðaveg
112 Reykjavík


Verðlisti / Price list:

Undercurrents: visual notes


Photography, 30x40cm framed 31.5x41.5cm, UV glass . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .. . . 27.000 kr
Photography, 40x50cm framed 41.5x51.5cm, UV glass . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .. . . 43.000 kr
Photography, 50x70cm framed 51.5x71.5cm, UV glass . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .. . . 59.000 kr
Photography, 30x40cm framed 40x50cm, UV glass . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .. . . 33.000 kr
Photography, 40x50cm framed 50x70cm, UV glass . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .. . . 59.000 kr
Photography, 37x83cm framed 61x91cm, UV glass . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .. . . 95.000 kr

Photography, 30x40cm - unframed
printed on paper Canon Pro / Fabriano Academia / Fabriano Rosaspina.. . . . . . . . . . . . . 17.500 kr

Photography, 40x60cm - unframed
printed on paper Fabriano Academia / Fabriano Rosaspina. . .. . . . .. . . . . . . . . . . . . . . 28.500 kr


Grids:
2x1, 30x40cm framed, support structure, UV glass. . . . . . . . . . . . 52.000 kr
3x1, 30x40cm framed, support structure, UV glass. . . . . . . . . . . . 74.000 kr
2x2, 30x40cm framed, support structure, UV glass. . . . . . . . . . . . 88.000 kr
2x3, 30x40cm framed, support structure, UV glass. . . . . . . . . . 122.000 kr
2x4, 30x40cm framed, support structure, UV glass. . . . . . . . . . 162.000 kr
3x3, 30x40cm framed, support structure, UV glass. . . . . . . . . . 181.000 kr
3x5, 30x40cm framed, support structure, UV glass. . . . . . . . . . 305.000 kr
2x1, 40x50cm framed, support structure, UV glass . . . . . . . . . . 74.000 kr
3x1, 40x50cm framed, support structure, UV glass . . . . . . . . . . 104.000 kr
2x1, 50x70cm framed, support structure, UV glass . . . . . . . . . . 105.000 kr
3x1, 50x70cm framed, support structure, UV glass . . . . . . . . . . 149.000 kr

See other exhibitions